Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

1. fundur 04. nóvember 2020 kl. 14:45 - 18:30 í Samfélagssmiðjunni
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fundartími og dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202010616Vakta málsnúmer

Fundartími heimastjórnar Fljótsdalshéraðs verði að jafnaði á mánudögum kl. 13.00 í vikunnni fyrir sveitarstjórnarfundi. Næsti fundur verði 2. desember kl. 13.00.

Farið yfir hlutverk og helstu verkefni heimastjórnarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Víkur og Stórurð til framtíðar - Skýrsla landvarða 2020

Málsnúmer 202010433Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla landvarða 2020 vegna Víkna og Stórurðar. Fljótsdalshérað lagði verkefninu til fjármagn og stuðning, en það eru Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra sem sjá um verkefnið.

Lagt fram til kynningar.

3.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 15. janúar 2021.

Málið er áfram í vinnslu til næsta fundar.

4.Egilsstaðir2 Kollstaðir, landskipti

Málsnúmer 202010406Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 18.9. 2020 var eftirfarandi bókun gerð:

Borist hefur erindi um landskipti fyrir lóð úr landi Egilsstaða 2 Kollstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi beiðni um landsskipti.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs frá 18.9. 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Selás 33 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 202010261Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 18.9. 2020 var eftirfarandi bókað:

Grenndarkynning hefur farið fram vegna umsóknar um byggingaráform. Ein athugasemd barst.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þykir miður að grenndarkynning skuli hafa dregist á þessu erindi en það á sér skýringar í mannaskiptum á sviðinu, og að erindið barst á sumarleyfistíma. Eigi að síður hefur umsóknaraðili farið í framkvæmdir í heimildarleysi. Nefndin getur ekki fallist á að athugasemdin hafi áhrif á niðurstöðu um leyfisveitingu þar sem ekki kemur fram rökstuðningur að tiltekin framkvæmd hafi grenndaráhrif.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindið og heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéreaðs frá 18.9. 2020 og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Grund, landskipti

Málsnúmer 202010583Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 18.9. 2020 var eftirfarandi bókað:

Borist hefur erindi um landskipti að Grund á Jökuldal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi beiðni um landsskipti.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi beiðni um landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag, Eyvindará II

Málsnúmer 202010442Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 21.10. 2020 var eftirfarandi bókað:

Deiliskipulag Eyvindará II. Umsögn Minjastofnunar hefur borist og gerir stofnun ekki athugasemd við tillögu. Öðrum athugasemdum sem gerðar voru við tillögu hefur verið svarað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag, Unalækur, lóð B8 breyting

Málsnúmer 202010472Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 21.10. 20202 var eftirfarandi bókað:

Fyrir umhverfis- og framvkæmdaráði liggur fyrir umsókn um breytingu á byggingarreit við Unalæk lóð B8. Breyting felur í sér tilfærslu á bygginarreit um tíu metra til suðurs innan lóðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð metur breytinguna sem um ræðir óverulega og samþykkir hana með vísan til 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Lagt framtil kynningar.

9.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 202010567Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 28.10. 2020 var eftirfarandi bókað:

Auglýsingu skipulagstillögu er lokið. Frestur til að skila athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar var til 23. október 2020. Engar athugasemdir bárust. Fyrir ráðinu liggur að afgreiða fyrirliggjandi skipulagsáætlun og vísa henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.

Málið er í vinnslu.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi, fyrir lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202010319Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 28.10. 2020 var eftirfarandi bókað:

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Eiðaþinghá. Með umsókninni fylgja samþykktir allra landeigenda ásamt umsögn Minjastofnunar og samþykki Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og vísar málinu til heimastjórnar til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28.10. 2020 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels

Málsnúmer 202010407Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 28.10. 2020 var eftirfarandi bókað:

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels. Ný gögn hafa verið lögð fram með 2m breiðum göngustíg. Umsóknin var áður tekin fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs 23. september.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrri afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs varðandi svonefndan efri stíg. Ráðið samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi til gerðar svonefnds neðri stígs með vísan til breyttrar hönnunar og með eftirfarandi skilyrðum:

- Að efsta lag stígsins verði úr hörpuðu, fíngerðu efni.
- Að efni verði aðeins tekið úr þeirri námu sem tilgreind er í umsókninni.
- Að við frágang stígsins verði opnum sárum lokað með staðgróðri.

Ráðið samþykkir jafnframt að vísa málinu til heimastjórnar og leggur til að hún heimili skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags og að teknu tilliti til skilyrða.

Ráðið leggur ríka áherslu á að vandað sé til verka við framkvæmdir í náttúru landsins. Ráðið óskar eftir góðu samstarfi við landeigendur og framkvæmdaaðila um öll slík mál og samþykkir að skipulögð verði heimsókn ráðsins að Stuðlagili í þeim tilgangi að kynna sér aðstæður og áform um uppbyggingu á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28.10. 2020 og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa úr framkvæmdaleyfi á grundivelli aðalskipulags og að teknu tilliti til skilyrða sem fram koma í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs. Jafnframt hvetur heimastjórn til þess að hugað sé vel að öryggisatriðum á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Davíðsstaðir 1, landskipti

Málsnúmer 202010572Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 18.9. 2020 var eftirfarandi bókað:

Borist hefur beiðni um landsskipti í landi Davíðsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi beiðni um landsskipti.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi beiðni um landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

13.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Samkvæmt D lið 48. greinar Samþykkta um stjórn Múlaþings ber heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tilnefna fulltrúa í eftirfarandi nefndir:

1. Stjórn Landbótasjóðs Norður-Héraðs. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara í samræmi við skipulagsskrá fyrir sjóðinn.

2. Ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir einn fulltrúi í þriggja manna ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf í samræmi við 10. gr. skipulagsskrár Landbótasjóðs Norður-Héraðs og 3. gr. samkomulags milli Landsvirkjunar og virkjunarnefndar Norður-Héraðs um ýmis mál sem tengjast Kárahnjúkavirkjun, frá 10. september 2002 og viðauka með því. Aðrir fulltrúar í nefndina eru skipaðir af Landsvirkjun og Landgræðslunni.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs skipar eftirtalda í stjórn Landbótasjóðs Norður-Héraðs:
Aðalmenn Sigvaldi H. Ragnarsson, formaður, Björn Hallur Gunnarsson varaformaður, Katrín Ásgeirsdóttir. Varamenn verði þau Sólrún Hauksdóttir, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Stefán Hrafn Jónsson

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs skipar Jón Hávarð Jónsson í ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?