Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

67. fundur 08. janúar 2026 kl. 10:00 - 11:21 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ívar Karl Hafliðason formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Hreindýraarður 2025

Málsnúmer 202512095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar drög að hreindýraarði fyrir árið 2025 á ágangssvæði/jarðir í Múlaþingi. Drögin voru til skoðunar, m.a. á skrifstofum sveitarfélagsins 8. til 18. desember síðastliðinn
Heimastjórn telur eðlilegt að þeim fjármunum sem skila sér í sveitarsjóð vegna felligjalda og ágangs hreindýra í gamla Djúpavogshreppi, sé varið í verkefni sem gagnist til útivistar og veiði innan gamla Djúpavogshrepps.

Starfsmanni falið að taka saman minnisblað um hreindýraarð í gamla Djúpavogshrepp og senda á byggðaráð.

Samþykkt samhljóða.

2.Úthlutun byggðakvóta í Múlaþingi á fiskveiðiárinu 2025 til 2026

Málsnúmer 202512198Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025.
Heimastjórn leggur til að ráðstöfun byggðakvóta á Djúpavogi, verði með sama hætti og undanfarin ár.

Smþykkt samhljóða.

3.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Kross gistihús, Beruneshreppi

Málsnúmer 202512044Vakta málsnúmer

Í nýju aðalskipulagi Múlaþings, sem er í vinnslu, er gert ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu með gistingu, veitingasölu og tilheyrandi þjónustu. Hámarksfjöldi gistirúma samkvæmt tillögum að aðalskipulag er 200.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og eldvarnareftirlits.
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Djúpavogs jákvæða umsögn.

Samþykkt samhljóða.

4.Stjórnskipulag sveitarfélagsins

Málsnúmer 202508014Vakta málsnúmer

Til kynningar eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipuriti stjónsýslu
sveitarfélagsins.
Á fundinn undir þessum lið mætir Dagmar Ýr Stefánsdóttir,
sveitarstjóri.
Heimastjórn þakkar Dagmar fyrir góða yfirferð á fyrirhuguðum breytingum á stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Gestir

  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir

5.Fyrirkomulag funda hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 202601019Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirkomulag fjarfunda, samþykktir um stjórn Múlaþings og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi.

6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Hitaveita.
HEF veitur ætla að láta forhanna stofnlögn frá jarðhitasvæði vestan við Djúpavog og inn í þorp að íþróttamiðstöð.
Eftir boranir í desember hefur ekki fundist aukinn hiti en orkan gæti þó lækkað kyndikostnað í sundlauginni.

7.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Djúpavogs verður haldinn fimmtudaginn 5. febrúar, í fjarfundi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 30. janúar á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 11:21.

Getum við bætt efni þessarar síðu?