Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

12. fundur 07. ágúst 2018

Þriðjudagurinn 7. ágúst 2018 kl: 17 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu. Fundurinn er 12. fundur hreppsnefndar á árinu. Mætt: Jakob, Helgi Hlynur, Eyþór og varamennirnir Helga Erla og Óttar Már í stað Jóns Þórðar og Jóns Sigmars. Alda Marín verkefnisstjóri BB og staðgengill sveitarstjóra sat fundinn.

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu vegna bréfs sem barst frá Vegagerðinni í dag, 7.8.18. Bréfið verði 7. liður á dagskrá
fundarins og aðrir dagskrárliðir færist til sem því nemur.
Dagskrárbreyting samþykkt einróma.

1. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
Fyrirliggjandi samningur staðfestur.

2. Ráðning skólastjóra.
Leitað hefur verið til Sigþrúðar Sigurðardóttur um að taka að sér skólastjórastöðuna til eins árs og hefur hún samþykkt það. Samningur er í
vinnslu.

3. Fjallskil 2018.
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.
Lagt til að landbúnaðarnefnd, fjallskilastjóri og oddviti fari yfir fyrirkomulag gangna í Loðmundarfirði.

4. Heimsókn forseta Íslands.
Stefnt að kvöldverði með forseta og íbúum Borgarfjarðarhrepps þriðjudaginn 11. september.

5. Fundargerðir.
a. Félagsmálanefnd 19.06.2018.
Lögð fram til kynningar.
a. Félagsmálanefnd 05.07.2018.
Lögð fram til kynningar.
b. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 03.07.2018.
Lögð fram til kynningar.
c. SvAust 24.05, 13.06 og 26.06 2018.
Lagðar fram til kynningar.
e. Samband íslenskra sveitarfélaga 29.06.2018
Lögð fram til kynningar.

6. Bréf.
a. Undanþága vegna urðunarleyfis.
Sorpurðunarleyfi fyrir Brandsbala er útrunnið en Umhverfisstofnun hefur veitt undanþágu sem gildir til 1. maí 2019. Umsókn um nýtt leyfi
er í ferli.
b. Bréf frá Melanie.
Bréfið varðar húsnæðis- og atvinnuleit. Hreppsnefnd tekur vel í erindið og mun verða henni innan handar ef mögulegt er.
c. Fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021.
Bréf lagt fram til kynningar.
d. HAUST – Eftirlitsskýrsla 2018.
Eftirlitsskýrsla á tjaldsvæði. Engar athugasemdir eru gerðar en HAUST hvetur til frekari flokkunar. Fagnar hreppsnefnd athugasemdum HAUST og mun taka skref til að auka sorpflokkun þar.
e. Ný lög um skipulag haf- og strandsvæða.
Bréf lagt fram til kynningar.
f. Ríkisendurskoðun 18.06.2018.
Bréf lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá Vegagerðinni 7.8.18.
Bréfið fjallar um nýtt vegsvæði í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. 
Hreppsnefnd gerir engar athugasemdir við bréfið.

8. Skýrsla / önnur mál.
a. Samningur vegna persónuverndarlöggjafar.
b. Framkvæmdir.
c. Umræður um húsnæðismál.
Umræður sköpuðust um húsnæðismál og húsnæðisskort á svæðinu.
Ákveðið að taka málið upp aftur á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 20.12.

Alda Marín Kristinsdóttir
ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni þessarar síðu?