Mánudaginn 3. júní 2019 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón, Elísabet í stað Jóns Sigmars.
1. Heimsókn frá HSA.
Guðjón Hauksson, Pétur Heimisson og Þórarna Gró Friðjónsdóttir komu til að fylgja eftir íbúafundi um heilbrigðismál. Rætt hvernig bæta megi þjónustu HSA við Borgfirðinga. Hreppsnefnd mun skila tillögum til HSA í samráði við íbúa.
2. Samstarfsnefnd.
Í októbermánuði 2018 samþykktu sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 29. maí. Skilabréfinu fylgja eftirtalin gögn:
- Skýrslan Sveitarfélagið Austurland-stöðugreining og forsendur dags. 27. maí 2019, sem unnin var af RR ráðgjöf ehf. að beiðni samstarfsnefndar.
- Tillaga að atkvæðaseðli vegna atkvæðagreiðslu íbúanna um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.
- Tillaga að auglýsingu í Lögbirtingarblaði og fjölmiðlum um atkvæðagreiðsluna.
Samstarfsnefndin hefur komið saman á 15 bókuðum fundum. Hafa fundargerðir nefndarinnar komið til umfjöllunar sveitarfélaganna og verið birtar á vefsíðu verkefnisins svausturland.is. Samstarfsnefnd skipaði 6 starfshópa sem fjölluðu um
málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins.
Það er álit Samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt. Kynningarefni fyrir atkvæðagreiðslu mun byggja á þeirri greiningu og forsendum sem líst er í
skýrslunni. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. október 2019 í öllum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.
Afgreiðsla:
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram 26. október 2019 og felur samstarfsnefnd að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Hreppsnefndin vísar málinu til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna lagfæringar vegar yfir
Vatnsskarð.
Um er að ræða 8,8 km kafla frá Unaósi að slitlagsenda við Ytri Hríshöfða í Njarðvík.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps fagnar þessum lagfæringum og veitir leyfi fyrir framkvæmdum á sínu svæði.
4. Trúnaðarmál.
5. Bréf:
a. Múlasýsludeild Rauða krossins. Óskað eftir að Fjarðarborg sinni hlutverki söfnunarstaðar við stærri útköll og það verði tryggt allt árið en Grunnskólinn er aðalsöfnunarstaður hreppsins.
b. Vegagerðin niðurfelling Hafnarvegar nr. 9498-01. Lagt fram til kynningar.
c. Emil B. Karlsson vegna Búðarinnar. Ábendingar bréfsins teknar til athugunar.
6. Fundargerðir:
a. SSA 02.04.2019, lögð fram til kynningar.
b. Haust 14.05.2019, lögð fram til kynningar.
c. Hafnarsamband 15.05.2019, lögð fram til kynningar.
7. Skýrsla sveitarstjóra
Framkvæmdum við Lindarbakka er að ljúka. Í Fjarðarborg er lokið við gluggaskipti og viðgerðir í Norðurstofu, unnið að úrbótum í elhúsi.
Tilboð í teikningar að tveimur parhúsum hefur borist, sveitarstjóra falið að ljúka samningi.
Fundi slitið kl: 21:15
Jón Þórðarson ritaði