Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

17. fundur 19. nóvember 2021 kl. 09:00 - 09:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Fundargerð ritaði: Eyþór Stefánsson

1.Borgarfjörður Deiliskipulag, Gamla Frystihúsið

Málsnúmer 202105092Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Gamla frystihúsið. Auglýsingu tillögunnar lauk 29. október sl. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og HEF veitum og hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem þar voru settar fram. Fyrir ráðinu liggja einnig drög að umsögn við athugasemd sem barst frá eigendum Bjargs á auglýsingatíma tillögunnar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 17. 11. 2021 og vísaði afgreiðslu þess til heimastjórnar Borgarfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir drög að umsögn um athugasemdir eigenda Bjargs, ásamt fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna Gamla frystihússins. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að koma afgreiðslu málsins á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?