Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

101. fundur 16. apríl 2024 kl. 13:30 - 15:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Gott að eldast, förum alla leið, samþætt þjónusta í heimahúsum

Málsnúmer 202308168Vakta málsnúmer

Berglind Magnúsdóttir og Þura Björk Hreinsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu komu á fund fjölskylduráðs Múlaþings og kynntu verkefnið Gott að eldast. Þeim er þökkuð góð kynning.

2.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs, fyrri úthlutun 2024

3.Sumarfrístund 2024

4.Beiðni um upplýsingar vegn stöðumats um skaðaminnkun

Málsnúmer 202403151Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna stöðumats um skaðaminnkun. Lagt er fram til kynningar svar sveitarfélagsins við erindi ráðuneytisins.

5.Umsagnarbeiðni um 143. mál um málefni aldraðra (réttur til sambúðar)

Málsnúmer 202403231Vakta málsnúmer

Frá Velferðarnefnd Alþingis hefur borist mál nr. 143. um málefni aldraðra (réttur til sambúðar).
Lagt fram til kynningar.

6.Beiðni um heilsueflingu fyrir ófrískar konur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202404090Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi frá Ernu Rakel Baldvinsdóttur þar sem sveitarfélagið Múlaþing er beðið um að hlutast til um frekari heilsueflingu fyrir ófrískar konur en þá sem nú þegar er í boði á Austurlandi, einkum sundleikfimi og jóga. Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og tekur undir með málshefjanda mikilvægi hreyfingar og heilsueflingar kvenna sem ganga með barn. Sveitarfélagið stendur ekki sjálft fyrir hreyfiúrræðum fyrir tiltekna hópa, að undanskildum eldri borgurum, sem geta sótt hreyfiúrræði sér að kostnaðarlausu. Fjölskylduráð bendir málshefjanda á að beina erindi sínu til þeirra aðila er bjóða upp á heilsueflandi úrræði en stefna sveitarfélagsins er að vera ekki í samkeppni við aðila á þeim markaði.

7.Vinnsla barnaverndarmála frá Grindavík

Málsnúmer 202311286Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) er varðar barnaverndarmál frá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur. Fram kemur að flytja þurfi töluvert af málum frá Grindavík yfir á þau svæði þar sem börn búa eða dvelja. Þá mun barnaverndarþjónusta Grindavíkur framsenda tilkynningar vegna mála þeirra barna sem áður bjuggu í Grindavík, til þeirra svæða sem viðkomandi börn dvelja á í dag. BOFS fer þess á leit við aðrar barnaverndarþjónustur landsins að taka vel í þær beiðnir sem kunna að berast frá Grindavík.
Fjölskylduráð tekur heils hugar undir með BOFS og mun hér eftir sem hingað til taka vel undir málaleitan barnaverndarþjónustu Grindavíkur.

8.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar Þolendamiðstöðvar vegna 5 ára starfsafmæli

Málsnúmer 202404051Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni til Múlaþings frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra fyrir hönd Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar á Akureyri um fjárstyrk vegna starfseminnar. Bjarmahlíð er tilraunaverkefni styrkt af dóms- og félagsmálaráðuneytinu og rekið sem samstarfsverkefni ólíkra aðila í því skyni að aðstoða þolendur ofbeldis að vinna úr áfalli og fá viðeigandi aðstoð. Samstarfsaðilar Bjarmahlíðar eru stjórnvöld, sveitarfélög, frjáls félagasamtök s.s. Aflið, Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Kvennaráðgjöfin, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Sjúkrahúsið á Akureyri sem allir leggja til þjónustu við skjólstæðinga Bjarmahlíðar.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Bjarmahlíð um 200.000,- kr. sem tekið er af lið 9160.

Samþykkt samhljóða.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202404097Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál. Niðurstaða bókuð í trúnaðarmálabók fjölskylduráðs.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?