Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

84. fundur 17. október 2023 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Rannveig Þórhallsdóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Helga Þórarinsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Kristín Guðlaug Magnúsdóttir sat 1. lið. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Heiðdís Ragnarsdóttir, Sigríður Alda Ómarsdóttir og Erna Rut Rúnarsdóttir sátu 1. lið. Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir sat 1. lið.

Einnig sátu eftirfarandi skólastjórnendur áætlanir sinna skóla í 1. lið. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla, Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla, Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla og Þorbjörg Sandholt skólastjóri Djúpavogsskóla. Sóley Þrastardóttir skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Sigríður Herdís Pálsdóttir skólastjóri Tjarnaskógar og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkartúns.

1.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2024

Málsnúmer 202304188Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2024.
Starfsfólki jafnframt falið að taka saman upplýsingar um gjaldskrár fyrir árið 2024 til að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á þeim.

Lagt er til að ráðinn verði starfskraftur í mannauðsdeild sveitarfélagsins frá 1. ágúst 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2024

Málsnúmer 202305175Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð ítrekar sína bókun frá 76. fundi ráðsins, 26. júní sl., þar sem ráðið lagði til að farið yrði af stað með heilsárs frístundaþjónustu fyrir fötluð börn í Múlaþingi. Um er að ræða mál nr.202303224.

Fjölskylduráð leggur til að rammi málaflokksins vegna ársins 2024 verði hækkaður í samræmi við fyrri bókun ráðsins.

Fjölskylduráð samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2024.
Starfsfólki jafnframt falið að taka saman upplýsingar um gjaldskrár fyrir árið 2024 til að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2024

Málsnúmer 202305011Vakta málsnúmer

Björg Eyþórsdóttir, Guðný Lára Guðrúnardóttir og Jóhann Hjalti Þorsteinsson vöktu athygli á mögulegu vanhæfi sínu við upphaf þessa liðar.
Formaður lagði vanhæfistillögurnar fram hverja fyrir sig og voru þær allar felldar.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála fyrir árið 2024 en lagt er til að starfsmaður skíðasvæðis heyri að hluta til undir starfsemi þjónustumiðstöðva.
Starfsfólki jafnframt falið að taka saman upplýsingar um gjaldskrár fyrir árið 2024 til að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?