Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

61. fundur 31. janúar 2023 kl. 12:30 - 13:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Guðbjörg Gunnarsdóttir, starfsmaður félagsþjónustu mætti fyrir ráðið undir lið tvö og þrjú.

1.Samtal við félagsmálastjóra

Málsnúmer 202301133Vakta málsnúmer

Rebecca Lísbet Sharam, formaður ungmennanefndar ásamt Dagnýju Erlu Ómarsdóttur, starfsmanni fjölskyldusviðs, mættu fyrir fund fjölskylduráðs til þess að ræða bókun ungmennaráðs um akstursþjónustu fatlaðra. Rebecca Lísbet reifar umræður ungmennaráðs og meiningar um þjónustuna. Rætt var um að gott væri að vísa málinu til samráðshóps um málefni fatlaðra. Auk þessa var rætt um andlega líðan ungmenna í Múlaþingi, ráðgjöf, stuðning og fræðslu sem þeim stendur til boða og hvernig mætti bæta þar úr. Rætt um að ungmennaráð stofni mögulega starfshóp með aðkomu sérfræðinga fjölskyldusviðs sem hefði það að markmiði að taka saman þá fræðslu, meðferð og þjónustu sem hægt er að nálgast bæði í Múlaþingi, í gegnum netið og fjarfundarbúnað auk þess að vinna frekar með framsetningu þess efnis og mögulega notkun í stuðningi við börn og ungmenni í samfélaginu.

Formanni ungmennaráðs þökkuð koman og frjóar umræður. Fjölskylduráð hlakkar til frekari samvinnu um málefni barna og ungmenna.

2.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Teknar eru til umfjöllunar tillögur starfsmanna félagsþjónustu um breytingar á gjaldskrá stuðningsþjónustu og upphæðum fjárhagsaðstoðar félagsþjónustu fyrir yfirstandandi ár.

Í fylgiskjölum er tillaga að breytingum á gjaldskrá og minnisblað vegna stuðningsþjónustu og hækkunar á fjárhagsaðstoð. Meðfylgjandi breytingatillögur eru samþykktar af hálfu fjölskylduráðs og vísað til sveitarstjórnar til frekari meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Teknar eru til umfjöllunar tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá félagsþjónustu Múlaþings sem miða að breytingum á 6. gr. gildandi reglna þar sem lagt er til að hækkun á hlutfalli húsnæðisbóta fari úr 700 kr. í 900 kr. af hverjum 1000 kr., auk þess sem frekari breytingar eru lagðar til á upphæðum sérstaks húsnæðisstuðnings. Einnig eru lagðar fram tillögur að breytingum á tekju- og eignaviðmiðum samkvæmt leiðbeiningum ráðherra félags- og vinnumarkaðsmála þar að lútandi.

Framlagðar breytingatillögur eru samþykktar af hálfu fjölskylduráðs og vísað til umfjöllunar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?