Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

79. fundur 29. ágúst 2023 kl. 12:30 - 15:17 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Júlía Sæmundsdóttir og Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri, félagsmálastjóri og íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Eftirtaldar gjaldskrár fyrir skólaárið 2023-2024 liggja fyrir til samþykktar. Listadeildin Seyðisfjarðarskóla, Tónlistarskólinn á Egilsstöðum, Tónlistarskólinn í Fellabæ og Tónlistarskólinn á Djúpavogi.

Búið er að samræma systkinaafslátt milli tónlistaskólanna og hækka gjöld um 3,5%. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að fara í heildarendurskoðun á gjaldskrám skólanna.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár með handauppréttingu.

2.Skóladagatöl leikskóla 2023-2024

Málsnúmer 202306009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skóladagatal leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla, fyrir skólaárið 2023-2024. Búið er að kynna það fyrir starfsfólki leikskóladeildar.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi leikskóladagatal leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjöldi leikskólabarna skólaárið 2023-2024 og biðlisti yngstu barnanna eftir leikskólaplássi í júlí 2023

Málsnúmer 202307040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað með hugmyndum um opnun nýrrar deildar fyrir yngstu börnin sem ekki fá leikskólapláss á Fljótsdalshéraði.

Málið áfram í vinnslu.

4.Tillaga um daggæsluframlag til foreldra

Málsnúmer 202304201Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar reglur á daggæsluframlagi til foreldra. Jafnframt liggur fyrir hugmynd að heimgreiðsluframlagi til foreldra, kjósi þeir að vera heima með barnið sitt í stað þess að þiggja leikskólapláss.

Breytingar á reglum um daggæsluframlag til foreldra felast í staðfestri umsókn um leikskólapláss í umsóknarkerfi sveitarfélagsins. Jafnframt vill fjölskylduráð skoða möguleika á hækkun daggæsluframlags til foreldra við fjáhagsáætlunargerð í haust.

Meirihluti fjölskylduráðs telur ekki tímabært að koma á heimgreiðslum til foreldra sem kjósa að vera með börn sín heima þar sem ekki er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun ársins 2024.

Reglur um daggæsluframlag eru samþykktar samhljóða með handauppréttingu og vísar fjölskylduráð þeim áfram til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Eftirtaldir fulltrúar í fjölskylduráði hafna afgreiðslu fjölskylduráðs á heimgreiðslum (ÁMS, JHÞ).

5.Þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi

Málsnúmer 202305063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærður þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi.

Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar til samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um skólaakstur

Málsnúmer 202308147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Birnu Sólrúnu Andrésdóttur, dagsett 24. ágúst 2023. Í erindinu er óskað eftir skólaakstri frá heimili sem er í dreifbýli að skóla.

Fjölskylduráð samþykkir með vísan til 1. greinar reglna um skólaakstur í grunnskóla nr. 656/2009, beiðni um skólakstur og er fræðslustjóra falið að koma honum á. Horfa þarf til öryggis barna í umferðinni þegar þau ferðast á milli skóla og heimilis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri fór yfir skýrslu fræðslustjóra

Fundi slitið - kl. 15:17.

Getum við bætt efni þessarar síðu?