Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

7. fundur 08. desember 2020 kl. 12:00 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-3. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt og Hrefna Hlín Sigurðardóttir mættu á fundinn undir liðum 3-8. Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla mætti á fundinn undir liðum 4 og 5.

1.Erindi frá leikskólastjórum Múlaþings

Málsnúmer 202012041Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir að þeir foreldrar sem velja að nýta ekki leikskólavist fyrir börn sín á milli jóla og nýárs þetta ár fái niðurfellingu leikskólagjalda fyrir þá daga sem um ræðir. Erindið verði síðan tekið til frekari skoðunar í þeirri stefnumótunarvinnu sem fram undan er.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi Fjölskylduráðs var samþykkt að leita leiða til að systkinaafsláttur á leikskólum yrði 50% með öðru barni og 100% með þriðja barni. Ekki lá fyrir hvað þetta þýddi í tekjuskerðingu fyrir leikskólana og sveitarfélagið. Nú þegar tölurnar liggja fyrir er ekki raunhæft að veita hærri afslátt en 40% með öðru barni og 100% með þriðja barni.

Því leggur ráðið til að systkinaafsláttur með öðru barni í leikskóla verði 40% og 100% með þriðja barni árið 2021. Lagt er til að starfsmenn Fjölskylduráðs hagræði í fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs sem nemur þessari tekjuskerðingu.

Þá stefnir ráðið að því að systkynaafsláttur með öðru barni í leikskóla verði 50% árið 2022.

Samþykkt með 6 atkvæðum (ESK, GMH, GBH, AH, KS, RBÁ), einn á mótí (JS).

Jódís Skúladóttir (VG) leggur fram eftirfarandi bókun: Ég harma þessa niðurstöðu þar sem fyrri tilhögun var samþykkt samhljóma í ráðinu þrátt fyrir að kostnaður sé lægri nú en gert var ráð fyrir. Gjöld á foreldra leikskólabarna í sveitarfélaginu eru nú þegar með því hæsta sem gerist á landinu og dapurlegt að forgangsröðun fjármagns sé með þessum afgerandi hætti innan Múlaþings.

3.Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 202012040Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur áherslu á að formlegar viðræður hefjist sem fyrst um framtíðaráform sveitafélagsins er varðar sérfræðiþjónustu skólanna. Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem skila skal tillögu til Fjölskylduráðs eigi síðar en 31. janúar 2021. Í tillögunni skal koma fram með hvaða hætti starfshópurinn telur sérfræðiþjónustu skuli háttað til að hún nýtist skólum sveitarfélagsins sem best.

Starfshópinn skipi fræðslustjóri, félagsmálastjóri, verkefnastjóri mannauðsmála, formaður fjölskylduráðs Múlaþings og einn fulltrúi minnihluta í fjölskylduráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Sérúrræði við Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti erindið sem varðar sérúrræði við Egilsstaðaskóla fyrir nemendur sem greindir hafa verið með einhverfu. Það er mat skólastjóra að fjármunir muni nýtast betur um leið og þjónustan verður markvissari í slíku úrræði en vissulega verður af úrræðinu viðbótarkostnaðar. Ekki liggur fyrir hversu mikill sá kostnaður er.

Erindið verður aftur á dagskrá hjá ráðinu þegar kostnaðarmat liggur fyrir.

5.Stytting vinnuvikunnar - Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 202011032Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að opnun Frístundar við Egilsstaðaskóla verði skert um klukkustund á föstudögum frá 1. janúar nk. og fram til vors, þ.e. að lokað verði kl. 15:00. Með þeim hætti verður styttingu vinnuvikunnar mætt hjá þeim hluta starfsfólks skólans sem þar starfar í samræmi við niðurstöðu kosningar meðal þeirra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Ytri úttekt - Djúpavogsskóli

Málsnúmer 202012043Vakta málsnúmer

Þorbjörg Sandholt,skólastjóri Djúpavogsskóla, kynnti niðurstöður ytri úttektar á starfsemi Djúpavogsskóla sem fram fór í september sl.

Niðurstöðurnar lagðar fram til kynningar, en úrbótaáætlun verður kynnt fyrir ráðinu þegar hún liggur fyrir.

7.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál. .

Málsnúmer 202012005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.

Málsnúmer 202012006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?