Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

50. fundur 06. september 2022 kl. 12:30 - 13:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu - drög

Málsnúmer 202209019Vakta málsnúmer

Lögð eru fyrir fjölskylduráð drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar sem unnið hefur verið að í samvinnu við önnur sveitarfélög, ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsvísu fyrir sitt leyti. Ljóst er að samningurinn mun taka breytingum á fundi aðildarsveitarfélaga á morgun. Ráðið telur fara best á því að samningurinn fari beint til sveitarstjórnar til samþykktar í kjölfar fundarins í ljósi naums tímaramma.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202208132Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst sl. þar sem fram kemur að skapast hafi samstaða um grunn að samningi milli sveitarfélaga og ríkis um móttöku flóttamanna. Stjórnin hvetur sveitarfélög til að skoða möguleika sína til þátttöku í þessu mikilvæga verkefni. Fjölskylduráð vill sérstaklega taka undir lokaorð bókunar stjórnarinnar um mikilvægi þess að stuðningur við börn og ungmenni á flótta, verði útfærður nánar í góðu samráði við sveitarfélögin.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Ákall nemenda í félagsráðgjöf

Málsnúmer 202209020Vakta málsnúmer

Þann 22. ágúst 2022 barst erindi frá Guðnýju Ósk Þórðardóttur, nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands þar sem hún óskar eftir liðsinni sveitarfélagsins í baráttu samnemenda hennar fyrir því að félagsráðgjöf verði kennd í fjarnámi. Guðný Ósk bendir á að Háskóli Íslands sé eini skólinn á landinu sem kenni félagsráðgjöf og segir að fjöldi nemenda og nokkur sveitarfélög hafi skrifað undir áskorun til stjórnvalda um breytingar í þá átt að félagsráðgjöf verði kennd í fjarnámi.
Fjölskylduráð vill heilshugar taka undir orð Guðnýjar Óskar og samnemenda hennar. Skortur er á félagsráðgjöfum, sérstaklega á landsbyggðinni. Nokkrir einstaklingar á austurlandi hafa lokið BA gráðu í félagsráðgjöf en ekki starfsréttindum sökum fjölskylduaðstæðna. Sumir þessara einstaklinga hafa því lokið námi í öðrum faggreinum vegna skorts á námsmöguleikum í heimabyggð. Fjölskylduráð skorar á háskólayfirvöld og ráðherra menntamála að taka málið til endurskoðunar hið fyrsta og fer þess á leit við sveitarstjórn Múlaþings að hreyfa málinu frekar með stuðningi við kröfugerð nema í félagsráðgjöf.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun við málið;
Áheyrnafulltrúi Miðflokksins fagnar þessu erindi. Háskóli Íslands er skóli allra landsmanna og það er ekki nema sjálfsagt að hann komi til móts við alla landsmenn hvar sem þeir búa. Við þurfum svo sannarlega að fjölga félagsráðgjöfum í okkar samfélagi og skora ég því á Háskóla Íslands að svara þessu kalli um bætt aðgengi allra landsmanna að námi við háskólann.

4.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?