Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

6. fundur 01. desember 2020 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla,Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu fundinn undir lið 1 á dagskránni.

1.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir gjaldskrár ársins 2021.

Varðandi gjaldskrár leikskóla er samþykkt að miðað verði við núgildandi gjaldskrár Fljótsdalshéraðs auk 2,5% hækkunar sbr. lífskjarasamninga, að undanteknum leikskólunum á Borgarfirði eystra og Brúarásskóla. Til að koma á móts við mikla hækkun gjalda á Seyðisfirði verður útfærð afsláttaleið til næstu þriggja ára til foreldra leikskólabarna þar. Systkinaafsláttur verður 50% með öðru barni og 100% með þriðja barni.
Fæðisgjald verður áfram miðað við kostnað aðfanga á hverjum stað.

Fjölskylduráð er sammála um að áfram verði unnið að því að lækka álögur á barnafjölskyldur. Lögð verði á það sérstök áhersla við fjárhagsáætlunargerð ársins 2022.

Gjaldskrár er heyra undir félagsþjónustu hækka í samræmi við lífskjarasamning um 2.5% eða í samræmi við viðmiðunartekjumörk gefin út af félagsmálaráðuneyti fyrir upphaf hvers árs.

Samþykkt samhljóða.

2.Málefni fjölskylduráðs, framkvæmd og skipulag funda

Málsnúmer 202010484Vakta málsnúmer

Fyrirkomulag funda rætt og ákveðið að hver málaflokkur innan fjölskyldusviðs hefði að jafnaði forgang að ráðinu einu sinni í mánuði. Fundartími verður á þriðjudögum kl. 12:00-15:00.

3.Lög og reglur sem gilda um starfsemi á fjölskyldusviði

Málsnúmer 202010486Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um styrk vegna púttvallar

Málsnúmer 202010326Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Félag eldri borgara um 100.000,- kr. vegna endurbóta og viðhalds á púttvelli á Egilsstöðum. Stuðningurinn er tilkominn vegna takmarkana á félagsstarfi eldri borgara á tímum Covid-19 faraldursins. Bókast af lið 9160.

5.Tilmæli vegna ákvæðis í reglum um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202010564Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð þakkar fyrir erindi Afstöðu, félagi fanga og tekur undir þau sjónarmið er þar koma fram. Félagsmálastjóra er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum,240.mál

Málsnúmer 202011131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Skýrslur félagsmála- og fræðslustjóra

Málsnúmer 202010487Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar mál sviðsins.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?