Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

46. fundur 01. mars 2022 kl. 08:30 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Skipulagsbreytingar í félagsþjónustu

Málsnúmer 202202137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um hagræðingu innan félagsþjónustunnar sem felst annars vegar í skipulagsbreytingum og hins vegar í aukningu félagslegra íbúða. Málinu vísað frá fundi fjölskylduráðs, 22.2. 2022, til umfjöllunar hjá byggðaráði.

Lagt fram til kynningar.

3.Bjarg íbúðafélag - kynning á starfsemi

Málsnúmer 202202048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kynningarefni og bréf dagsett 31. janúar 2022, frá Bjarg íbúðafélagi þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu leiguíbúða. Á fundinn undir þessum lið mætti Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar áhugaverða kynningu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Gestir

  • Björn Traustason - mæting: 09:00

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?