Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

45. fundur 22. febrúar 2022 kl. 08:30 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Jakob Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir lá kynning á kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur. Fram kemur m.a. að aðilar, sem telja til eignaréttinda á landsvæðum sem ríkið gerir kröfur til, hafa frest til að lýsa kröfum skriflega fyrir óbyggðanefnd til og með 6. maí 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að semja við Jón Jónsson hjá Sókn Lögmannsstofu ehf um að gæta hagsmuna sveitarfélagsins varðandi kröfur ríkisins um þjóðlendur í landi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Fundagerðir stjórnar - Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202111076Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 14.12.2021,18.01.2022 og 15.02.2022.

Lagt fram til kynningar.

4.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð starfshóps um Faktorshús og gömlu kirkju á Djúpavogi, dags. 01.02.2022, auk bókunar heimastjórnar Djúpavogs, dags. 07.02.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi það að framkomnar hugmyndir séu áhugaverðar og að unnið verði áfram með þær. Byggðaráð leggur þó áherslu á að áður en frekari vinna fari fram verði, í samstarfi við stjórn Ríkarðshúss og heimastjórn Djúpavogs, unnin tillaga að framtíðarstaðsetningu safnsins og lögð fyrir byggðaráð til afgreiðslu. Lögð er áhersla á að tillaga liggi fyrir sem fyrst og er sveitarstjóra falið að sjá til að svo verði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Hamarsvirkjun

Málsnúmer 202108056Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi varðandi mögulega virkjun í Hamarsdal.

Lagt fram til kynningar.

6.Lóðamál Fellabæ

Málsnúmer 202108049Vakta málsnúmer

Fyrir lágu matsgerð varðandi lóðir Halldórs Vilhjálmssonar í Fellabæ, drög að kaupsamningi og afsal. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum er fulltrúar sveitarfélagsins hafa átt við fulltrúa lóðareigenda á undanförnum mánuðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á umræddum lóðum í Fellabæ á grundvelli mats.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf - auglýst er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202202102Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 11.02.2022, þar sem auglýst er eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga sem skulu berast í síðasta lagi á hádegi þann 9. mars 2022. Óskað er eftir að sveitarstjórnarmönnum verði kynnt innihald bréfsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur skrifstofustjóra að koma fyrirliggjandi erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga á framfæri við kjörna fulltrúa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?