Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

42. fundur 25. janúar 2022 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Störf undanþegin verkfallsheimild 2022

Málsnúmer 202110129Vakta málsnúmer

Fyrir lá listi yfir störf hjá Múlaþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild árið 2022, komi til verkfalla, sbr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að lokinni yfirferð yfir fyrirliggjandi drög samþykkir byggðaráð listann og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að listinn verði birtur í B-deild Stjórnartíðinda innan tilskilins frests.

Samþykkt samhljóða án atkvæðageiðslu.

3.Umsókn um lóð, Lónsleira 11 og 13

Málsnúmer 202112150Vakta málsnúmer

Fyrir lá fyrirspurn frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.01.2022, til byggðaráðs varðandi það hvort byggðaráð geri athugasemdir við að umsækjandi fái lóðunum Lónsleiru 11 og Lónsleiru 13 úthlutað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Svo fremi sem fyrirliggjandi umsóknir um umræddar lóðir standast þær körfur er gerðar eru samkvæmt gildandi skipulagi viðkomandi svæðis gerir byggðaráð Múlaþings ekki athugasemdir við að þeim verði úthlutað til umsækjanda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19.01.2022.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 22.12.2021. Vakin er sérstök athygli á dagskrárliðum nr. 7 (Hreinsistöð á Melshorni), 9a (Skipulag á Djúpavogi) og 9b (Greiningarvinna hitunarvalkosta á Seyðisfirði).

Lagt fram til kynningar.

6.Menningarstyrkir 2022

Málsnúmer 202111080Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að úthlutun menningarstyrkja Múlaþings (fyrri úthlutun). Fram kemur að það bárust 29 umsóknir frá 25 aðilum samtals að fjárhæð kr. 18.011.112,- og að heildarkostnaður verkefna nemur kr. 58.158.346,-. Inn á fundinn tengdust Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjórar menningarmála Múlaþings, og gerðu frekari grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, að tillögu verkefnastjóra menningarmála, að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings nemi kr. 8.270.000,-. Verkefnastjóra menningarmála falið að koma úthlutun í framkvæmd í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir - mæting: 09:20
  • Jónína Brá Árnadótti - mæting: 09:20

7.Leikskólagjöld á farsóttartímum

Málsnúmer 202201061Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, þar sem til umræðu var innheimta leikskólagjalda á farsóttartímum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir samþykkt fjölskylduráðs um að þegar börn eru í sóttkví eða einangrun verði farið með það eins og um veikindi sé að ræða, en ef leikskóladeild eða heilum leikskólum er lokað séu leikskólagjöld felld niður þann tíma sem lokað er.

Samþykkt samhljóða án atkvæðageiðslu.

8.Samstarfsvettvangur Múlaþings og lögreglunnar á Austurlandi

Málsnúmer 202106102Vakta málsnúmer

Undir þessum lið tengdust inn á fundinn lögreglustjóri Austurlands og yfirlögregluþjónn embættisins. Farið var m.a. yfir starfsemi embættisins á árinu 2021 með samanburði við fyrri ár. Stefnt er að því að aðilar komi saman á sambærilegum fundi á komandi hausti.

Gestir

  • Margét María Sigurðardóttir - mæting: 09:40
  • Kristján Ólafur Guðnason - mæting: 09:40

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?