Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

31. fundur 14. september 2021 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Jakob Sigurðsson varamaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynnti mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna ehf dags. 25.08.2021.

Lagt fram til kynningar

3.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26.08.2021.

Lagt fram til kynningar

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands dags. 02.09.2021.

Lagt fram til kynningar

5.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir lá frumkostnaðaráætlun um færslu húsa á Seyðisfirði sem unnin var á vegum starfshóps sem skipaður var í sumar til að vinna frekari greiningu á niðurstöðum ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi frumkostnaðaráætlun og samþykkir að vísa niðurstöðum starfshópsins til samstarfsnefndar stjórnarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða

6.Úttekt á Brunavörnum Austurlands

Málsnúmer 202106166Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað slökkviliðsstjóra Múlaþings vegna endurbóta á slökkvistöðvum í Múlaþingi. Í minnisblaðinu er farið yfir athugasemdir er fram komu í úttekt HMS á ástandi slökkvistöðva Múlaþings auk þess sem slökkviliðsstjóri óskar eftir heimild til að láta vinna frumhönnun og kostnaðarmat vegna mögulegra endurbóta á húsnæði slökkviliðs Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur slökkviliðsstjóra Múlaþings að gera ráð fyrir kostnaði vegna frumhönnunar og kostnaðarmats vegna endurbóta húsnæðis slökkviliðs Múlaþings í fjárhagsáætlun vegna ársins 2022.

Samþykkt samhljóða

7.Bókasöfn Múlaþings

Málsnúmer 202109050Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá forstöðumönnum bókasafna og atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings þar sem lagt er til að aðgangur íbúa Múlaþings að bókasöfnum þess verði gjaldfrjáls frá og með 1. janúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í erindi forstöðumanna bókasafna og atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings varðandi það að gjaldfrjáls aðgangur íbúa að bókasöfnum Múlaþings sé til þess fallin að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2022.

Samþykkt samhljóða

8.Ársskýrsla Brothættra byggða 2020

Málsnúmer 202108115Vakta málsnúmer

Fyrir lá frá Byggðastofnun árskýrsla verkefnisins Brothættar byggðir fyrir árið 2020. Fram kemur m.a. að verkefnið Betri Borgarfjörður hafi skilað góðum árangri á árinu 2020.

Lagt fram til kynningar

9.Aðstaða fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202109059Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að samningi á milli Múlaþings og Leikfélags Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu fyrir árin 2022 og 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli sveitarfélagsins og Leikfélags Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu fyrir árin 2022 og 2023. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins

Samþykkt samhljóða

10.Styrkbeiðni, ritun ævisögu Sveins Þórarinssonar

Málsnúmer 202106126Vakta málsnúmer

Fyrir lá umsögn atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings varðandi styrkbeiðni um ritun ævisögu Sveins Þórarinssonar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings, þar sem fram kemur m.a. að umrætt verkefni, þ.e. ritun ævisögu Sveins Þórarinssonar, flokkist ekki meðal forgangsverkefna menningarmála Múlaþings auk þess sé styrkveitingum til sambærilegra verkefna að mestu lokið fyrir árið 2021, hafnar Byggðaráðs Múlaþings að styrkja verkefnið með fjárframlagi.

Samþykkt samhljóða

11.Neysluvatn í Múlaþingi, staðan í lok sumars

Málsnúmer 202108123Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að gjaldskrá vegna vatnsskorts í dreifbýli Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna vatnsskorts í dreifbýli Múlaþings og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að virkja gjaldskrána auk þess að koma henni í kynningu. Jafnframt samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra að láta taka saman áætlaðan kostnað er falla mun á sveitarfélagið vegna þessa sem og að kanna með mögulegan fjárstuðning opinberra sjóða til þeirra sem, auk sveitarfélagsins, hafa orðið fyrir verulegum fjárútlátum þessu tengt.

Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?