Fara í efni

Reglur um styrk Múlaþings við afreksíþróttafólk

Reglurnar á pdf

Gjaldfrjáls aðgangur að líkamsræktarsölum fyrir afreksfólk í íþróttum. 

Til að iðkandi eigi rétt á að nýta sér ákvæði þessara reglna þarf viðkomandi að vera skráður í íþróttafélag í Múlaþingi, sem er aðili að UÍA.

Til þess að eiga rétt á gjaldfrjálsum aðgangi að líkamsræktarsölum í Múlaþingi þarf að uppfylla eftirfarandi:

  • Stunda afreksíþróttastarf og/eða sinna landsliðsverkefnum.
  • Vera með æfingaáætlun frá þjálfara og æfa undir hans stjórn.
  • Vera ekki yngri en í 9. bekk grunnskóla.

Um er að ræða þriggja mánaða kort í senn sem hver iðkandi sækir sjálfur inn á midi.mulathing.is.

Skal þjálfari senda íþrótta- og æskulýðsstjóra lista með nöfnum og kennitölum iðkenda fyrir hvert tímabil svo skýrt sé hvaða iðkendur eiga rétt á aðgangi og hvaða iðkendur hafa dottið út.

Mögulegt er að víkja í undantekningartilvikum frá ákvæðum um keppni fyrir félag sem aðili er að reglunum ef iðkandi er búsettur í sveitarfélaginu en vegna aðstæðna getur ekki keppt fyrir félagið. Með því er átt við ef búnaður eða aðstaða sem þarf vegna keppnisþátttöku er ekki til staðar í sveitarfélaginu eða iðkandi hefur náð lengra í sinni grein en svo að mögulegt sé að keppa fyrir hönd félags í sveitarfélaginu.

Aðgangur að líkamsræktarsölum samkvæmt þessu skal sem mest vera fyrir utan aðalaðsóknartíma annarra gesta, sem er fyrir kl. 8.00 og milli kl. 16.00 og 19.00 á virkum dögum eða í samráði við forstöðufólk á hverjum stað.

Reglur þessar skulu endurskoðaðar fyrir september 2024.

Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 16. ágúst 2023

Síðast uppfært 23. september 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?