Markmið með reglum um lágmarksmönnun í leikskólum Múlaþings er að tryggja öryggi og námsaðstæður barna og starfsumhverfi starfsfólks. Upp geta komið aðstæður í leikskólanum að fjarvera starfsfólks er það mikil að nauðsynlegt er fyrir stjórnendur að bregðast við. Við þær aðstæður getur þurft að bregðast við með því að ákveða hámark fjölda barna sem geta mætt hverju sinni í leikskólann og eru þær aðgerðir alltaf neyðarráðstöfun.
Ýmsar ástæður geta verið fyrir fjarveru starfsfólks, t.d. :
- Veikindi
- Veikindi fjölskyldumeðlima
- Lokun leik- og grunnskóla vegna utanaðkomandi aðstæðna, s.s. faraldurs
Viðmið þegar ákveða þarf hámark fjölda barna sem mætt geta í leikskólann
Þegar takmarka þarf fjölda barna sem geta mætt í leikskólann hverju sinni miðast fjöldinn við barngildi sem Múlaþing ákvarðar á hvern starfsmann. Hver starfsmaður ber ábyrgð á ákveðnum fjölda barna og ræður aldur þeirra því hve mörgum börnum hver starfsmaður ber ábyrgð á, sjá töflu:
- 1 árs – 4 börn
- 2 ára – 5 börn
- 3 ára – 6 börn
- 4 ára – 8 börn
- 5 ára – 10 börn
Fjöldi barna sem sótt getur í leikskólann ræðst af þeim fjölda starfsfólks sem mætt er til vinnu og aldri barnanna að undangengnu mati á fjarveru starfsfólks í öllum skólanum og mögulegu samstarfi á milli deilda.
Ef takmarka þarf mætingu, jafnvel senda börn heim á miðjum skóladegi, eða hámarka mætingu næstu daga hefur leikskólastjóri eða staðgengill hans samband við foreldra með tölvupósti og/eða sendir tilkynningu í gegnum leikskólakerfið Völu. Í slíkum tilfellum fellur leikskólagjald fyrir þá tíma niður.
Þegar takmarka þarf mætingu:
- Reyna gæta jafnræðis á milli barna
- Reyna, eins og hægt er, að haga málum þannig að systkini verði fjarverandi sama dag
- Skal taka tillit til foreldra sem sinna framlínustörfum
Fræðsluyfirvöld eru látin vita af öllum aðgerðum er lúta að viðbrögðum við fjarveru starfsfólks.
Samþykkt í Fjölskylduráði 30. september 2022