Fara í efni

Innkaupastefna Múlaþings

Það er stefna sveitarfélagsins Múlaþings að innkaup sveitarfélagsins stuðli að hagkvæmni í rekstri og hvetji um leið til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífi, með virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi.

Múlaþing vinnur að því með eftirfarandi hætti:

  • Áhersla er lögð á að stjórnsýsla við innkaup sé vönduð, jafnræðis seljenda sé gætt og stuðlað að virkri samkeppni.
  • Innkaup eru markviss og skipulögð og unnin eftir innkaupareglum sem eru skýrar og gagnsæjar.
  • Innkaup stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins eru samræmd eftir föngum.
  • Áður en innkaup eru gerð er þörfin vandlega yfirfarin út frá sjónarmiðum notenda.
  • Við innkaup er tekið tillit til verðs, gæða, umhverfisáhrifa og vistferilskostnaðar.
  • Kappkostað er að eiga góð samskipti við birgja, ekki síst í því skyni að finna nýjar lausnir sem geta leyst betur þarfir sveitarfélagsins á hagkvæman hátt.
  • Innkaupastefna og innkaupareglur eru vel kynntar fyrir því starfsfólki sem kemur að innkaupum sveitarfélagsins. Starfsfólk fær reglulega fræðslu og þjálfun sem eflir færni þess á sviði innkaupa.

Verklag við kaup á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum er nánar útfært í innkaupareglum Múlaþings sem fylgja ákvæðum laga og reglna um innkaup.

Innkauparáð hefur yfirumsjón með framkvæmd, samræmingu og þróun innkaupa hjá sveitarfélaginu. Innkauparáð veitir aðstoð og er til ráðgjafar um innkaup. Innkauparáð setur árlega markmið um árangur innkaupa í samræmi við þessa stefnu. Það fylgir markmiðum eftir, metur framkvæmd þeirra og sér um að nauðsynlegar úrbætur nái fram að ganga. Þannig er stöðugt unnið að því að bæta verklag innkaupa hjá Múlaþingi til að sem bestur árangur náist fyrir rekstur sveitarfélagsins, atvinnulíf, umhverfi og samfélagið allt.

Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 10. febrúar 2021

 

Innkaupareglur Múlaþings 

Síðast uppfært 06. júlí 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?