Fara í efni

Náttúruupplifun með hestum

Iðavellir 15. jan 2026 - 5. feb 2026

Námskeið, á vegum Náttúruskólans og UMF Þristar, fyrir börn í 1. og 2. bekk þar sem lögð er áhersla á jákvæða náttúruupplifun í félagsskap hesta.

Námskeiðið fer fram í fallegri náttúru í kringum Iðavelli / Vallanes.
Kennt í fjögur skipti á fimmtudögum frá 15. janúar til og með 5. febrúar frá kl. 15:00-16:30.

Við fræðumst um grundvallaratriði í sambandi við hesta og förum svo í göngutúr saman með tvo hesta.

Börnin skiptast á að teyma (með hjálp) og að fara á bak og upplifa margt skemmtilegt: að finna og njóta hreyfingar hestsins, að framkvæma jafnvægisæfingar og (fyrir þau sem vilja) að læra byrjunaræfingar fyrir rétt taumhald og ásetu.

Aðaláherslan er þó að eiga gleðistund úti og að njóta bæði náttúrunnar og samverunnar með hestinum.

Leiðbeinandi: Angelika Liebermeister
(tamningamaður FT og reiðkennari IPZV, útskrifaður leikskólakennari og sérkennari í Þýskalandi og í „Therapeutic riding“ hjá SGTR Sviss)

Skráning er hafin á Abler undir Þristur og gott að hafa hraðar hendur því aðeins komast 6 börn að á námskeiðinu.

Náttúruupplifun með hestum

Getum við bætt efni þessarar síðu?