Fara í efni

Upp, upp mín sál: Geðræktarmálþing í kjölfar skriðufalla á Seyðisfirði

14.10.2024 Fréttir

Geðræktarmálþingið ,,Upp, upp mín sál" verður haldið á Seyðisfirði, laugardaginn 19. október 2024 kl. 10:00 – 14:45 í Herðubreið.

Að málþinginu standa Múlaþing og Samráðshópur um áfallahjálp á Austurlandi með stuðningi frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa.

Senn eru liðin fjögur ár frá því að stóra skriðan féll á Seyðisfjörð í desember 2020. Af því tilefni er efnt til málþings fyrir Seyðfirðinga til þess að ávarpa stöðu varna og vár í samfélaginu sem og að fjalla um hvernig bæjarbúum líður og hvernig þeir geta hugað að eigin geðvernd og velferð.

Málþingið er opið öllum á meðan húsrúm leyfir.

Boðið verður upp á súpu í hádeginu sem og kaffiveitingar og eru þátttakendur því beðnir um að skrá þátttöku hér fyrir 15. október næstkomandi.
Dagskrá þingsins verður streymt á  heimasíðu sveitarfélagsins en umræðum verður þó ekki streymt.

Dagskrá málþings 19. október 2024 í Herðubreið 

Stjórnandi málþings: Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Margret Johnson túlkar hvert erindi á ensku í lok framsögu.

10:00 – 10:10 Setning málþings: Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
10:10 – 10:20 Ávarp: Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði.
10:20 – 10:40 Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Samkennd og samheldni í kjölfar áfalla: Bataferli Seyðfirðinga.
10:40 – 11:00 Jón Kristinn Helgason, fagstjóri skriðuvöktunar, Veðurstofu Íslands. Þróun á vöktun og eftirliti vegna ofanflóða á Seyðisfirði.
11:00 – 11:30 Jón Haukur Steingrímsson, EFLU, Staða flóðavarna og vár á Seyðisfirði.
11:30 – 12:15 Umræður og fyrirspurnir.
12:15 – 13:00 Hádegismatur.
13:00– 13:20 Unnur Blær A. Bartsch, skriðufræðingur, Veðurstofu Íslands. Að lifa með skriðuföllum: Öryggistilfinning fólks á skriðuhættusvæðum.
13:20 – 13:40 Védís Klara Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur HSA. Áföll. Samspil einstaklinga og samfélagsins.
13:40 – 14:00 Áslaug Ellen Yngvadóttir, neyðarvarnafulltrúi, RKÍ. Fólkið sem gefur tíma sinn öðrum til stuðnings.
14:00 – 14:45 Umræður í aðalsal. Kaffiveitingar.
14:45 Þingslit

Upp, upp mín sál: Geðræktarmálþing í kjölfar skriðufalla á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?