Nokkuð er um að gróður á lóðum í sveitarfélaginu vaxi út fyrir lóðamörk og hindri þar umferð, skyggi á umferðamerki eða sé vegfarendum og nágrönnum á annan hátt til ama.
Íbúar Múlaþings eru hvattir til að halda gróðri á lóðum sínum innan lóðamarka og gæta þess sérstaklega að hann hamli ekki umferð eða trufli nágranna á annan hátt.
Starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs óskar eftir góðri samvinnu við að tryggja vegfarendum greiða leið og skapa umhverfi sem dregur úr líkum á slysum.
Nánari upplýsingar má fá í síma 4 700 700 eða með því að senda póst á stefan.stefansson@mulathing.is.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Múlaþings.