Fara í efni

Þéttbýli sveitarfélagsins ljósleiðaravætt

20.09.2024 Fréttir

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, undirritaði samning fyrir hönd sveitarfélagsins við Fjarskiptasjóð um að klára að ljósleiðaravæða öll lögheimili í þéttbýli sveitarfélagsins fyrir árslok 2026. Samningurinn var svo staðfestur af innviðaráðherra og iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í gær.

Til stóð að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2028 en ákveðið hefur verið að flýta verkefninu um tvö ár. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að verkefnið komi til með að styrkja byggðir landsins, stuðla að auknu fjarskiptaöryggi og auka samkeppnishæfni landsins svo um munar.

Sveitarfélagið mun fá 80.000 kr. styrk til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert heimilisfang og jafgildir sú upphæð ætluðum meðaltals jarðvinnukostnaði fyrir hvert heimilisfang og er jafnframt sambærileg upphæð og fjarskiptafyrirtæki setja upp sem tengigjald fyrir lögheimili í þéttbýli á markaðsforsendum.

Þéttbýli sveitarfélagsins ljósleiðaravætt
Getum við bætt efni þessarar síðu?