Fara í efni

Teikningar af húsum á Seyðisfirði komnar á Kortasjá Múlaþings

04.09.2024 Fréttir

Nú er búið að setja flestar teikningar af húsum á Seyðisfirði, sem til eru hjá Múlaþingi, á kortasjá sveitarfélagsins. Íbúar geta farið inn á vef Múlaþings og skoðað teikningar af sínum húsum.

Flest allar teikningar sem til eru af húsum í Múlaþingi hafa nú þegar verið settar á vefinn. Enn er verið að vinna að því að skanna og setja inn þær teikningar sem eftir eru, og stefnt er að því að ljúka því verkefni á næstu misserum.

Ef íbúar verða varir við að gögn séu ekki á réttum stað eða að upplýsingar vanti sem vitað er að eru til, þá er þeim bent á að senda ábendingar um slíkt til Múlaþings á netfangið byggingarfulltrui@mulathing.is með í efni kortasjá.

Sveitarfélagið mun taka ábendingarnar og leitast við að leiðrétta gögnin sem fyrst í framaldi af ábendingu þar um.

Seyðisfjörður er þekktur fyrir mörg gömul og merkileg hús, og er því sérstaklega ánægjulegt að íbúar og áhugafólk um sögu og byggingarlist geta nú skoðað þessar teikningar með auðveldum hætti.

Múlaþing vonast til að þessi nýja þjónusta muni nýtast íbúum á Seyðisfjarðar sem og öðrum íbúum sem þegar hafa haft aðgang að þjónustunni vel og auðvelda þeim aðgengi að verðmætum upplýsingum um húsin sín og sögu þeirra í tímaröð.

Kortasjá Múlaþings má finna hér!

Teikningar af húsum á Seyðisfirði komnar á Kortasjá Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?