Fara í efni

Sveitalykt í bænum á Seyðisfirði

10.06.2024 Tilkynningar Seyðisfjörður

Næstu daga mun Héraðsverk, verktakinn í varnargörðunum, dreifa kúamykju yfir uppgræðslusvæðin.

Þetta er þekkt aðferð sem reynst hefur vel til að flýta uppgræðslu sem þá ætti að skila sér í minna ryki og grænna og fallegra svæði.

Gert er ráð fyrir að dreifing taki 2-3 daga og mun henni fylgja ólykt sem vonandi mun ekki endast nema í 2-3 daga eftir að dreifing fer fram.

Framkvæmdasvið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta mun hafa í för með sér fyrir íbúa og aðra sem staddir eru á Seyðisfirði.

Það er annars af framkvæmdunum að segja að þær ganga afar vel og er verkið heldur á undan áætlun.

Sveitalykt í bænum á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?