Fara í efni

Skólamáltíðir orðnar gjaldfrjálsar

21.08.2024 Fréttir

Í sumar samþykkti Alþingi frumvarp þess efnis að máltíðir grunnskóla landsins yrðu gerðar gjaldfrjálsar.

Breytingin tekur gildi nú þegar og mun Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða framlög vegna þessa til þeirra sveitarfélaga sem ætla að bjóða upp á gjaldfrjálsar máltíðir. Upphæð framlaganna verður hlutfallsleg miðað við heildarfjölda nemenda.

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings þann 10. apríl síðastliðinn var lýst yfir stuðningi við þær áherslur er komu fram í yfirlýsingu ríkistjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024, þar sem meðal annars var kveðið á um að máltíðir grunnskóla sveitarfélaga yrðu gerðar gjaldfrjálsar.

Grunnskólabörn sveitarfélagsins munu því öll hafa kost á því að njóta næringarríkrar máltíðar í hádeginu, þá daga sem skóli er, að kostnaðarlausu.

Skólamáltíðir orðnar gjaldfrjálsar
Getum við bætt efni þessarar síðu?