Sláturhúsið, í samstarfi við Minjasafnið, óskar eftir litlum stólum eða kollum sem henta börnum sem eru 120 cm á hæð eða minni. Stólarnir mega vera gamlir og jafnvel þarfnast smá lagfæringar.
Ástæða þess að óskað er erftir stólunum er að stofnanirnar eru að setja upp Kjarvalssýningu í Sláturhúsinu og það stendur til að vera með föndurhorn fyrir börn, þar sem stólarnir myndu nýtast.
Þeir sem luma á gömlum, litlum stólum sem ekki er verið að nota er bent á að hafa samband við Ragnhildi Ásvaldsdóttur forstöðumann Sláturhússins með því að senda tölvupóst á ragnhildur.asvaldsdottir@mulathing.is eða hringja í síma 897 9479.
Sýningin er liður í þríþættu samstarfi Sláturhússins, Minjasafnsins og Skaftfells. Það má lesa frekar um þetta spennandi samstarf í frétt á mulathing.is sem skrifuð var í vor.