Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Umsóknarfrestur rennur út 1. nóvember.
Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands, auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2025.
Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á stuðning við nýsköpun í atvinnustarfsemi ungs fólks á aldrinum 20-35 ára.
Á umsóknartímanum verða haldnar vinnustofur um allt Austurland þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið.
Nánari upplýsingar og skráning á vinnustofur á vef Austurbrúar.