Fara í efni

Október er bleikur í Múlaþingi

08.10.2024 Fréttir

Í október er hefð fyrir því að halda upp á Bleika daginn og er mánuðurinn víða tileinkaður átakinu Bleika slaufan. 

Bleika slaufan er átak sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir árlega og er árverkni- og fjáröflunarátak tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Í ár er sjónum beint að aðstandendum undir slagorðinu Þú breytir öllu

Krabbameinsfélag Austurlands og Múlaþing hafa tekið höndum saman og verða fjölmargir viðburðir í boði í tilefni átaksins. Öll eru hvött til að kynna sér dagskrána og taka þátt. Þá er einnig hægt að leggja málefninu lið með því að kaupa Bleiku slaufuna.

Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar eru hvött til að sýna samhug og lýsa upp mánuðinn með bleiku. 

Viðburðir í Bleikum október

13. október kl. 20:00                    Bleik messa í Egilsstaðakirkju

14. október - allan daginn           Bleikur dagur hjá Austur Egilsstöð

15. október kl. 19:30                    Opið kynningarkvöld í Hlymsdölum 

16. október kl. 17:00                    Bleikt jóga í Sláturhúsinu

19. október kl. 20:00                    Bleikt bíó ,,We live in time" í Herðubreið, Seyðisfirði

20. október kl. 17:00 - 19:00       Bleik samvera í Lindarbakka Borgarfirði

23. október kl. 16:00 - 18:00       Bleik opnun í Vonarlandi, nýju húsnæði félagsins, Egilsstöðum

23. október kl. 17:00                    Bleikt útihlaup með Austurskokk, mæting á Vilhjálmsvöll

27. október kl. 17:00                    Bleik samvera í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju

27. október kl. 10:00 - 11:30      Bleikt zumba í Fellahúsi 

Október er bleikur í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?