Fara í efni

Múlaþing fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta skipti

15.10.2024 Fréttir

Múlaþing tók við Jafnvægisvoginni í fimmta skipti þann 10. október en sveitarfélagið hefur verið stoltur þátttakandi í verkefninu frá sameiningu árið 2020.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni sem hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi.

,,Það skiptir okkur máli að fá það staðfest að stefna sveitarfélagsins í jafnréttismálum haldi áfram að skila árangri" sagði Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd sveitarfélagsins þegar hann var inntur eftir mikilvægi þátttöku í Jafnvægisvoginni.

Múlaþing vinnur eftir ítarlegri jafnréttisáætlun sem er mikilvægt verkfæri til þess að vinna að jafnri stöðu íbúanna á öllum sviðum samfélagsins. Í henni má meðal annars finna upplýsingar um það hvernig sveitarfélagið stuðlar að því að tryggja jafnrétti starfsfólks en einnig sem þjónustuveitandi. 

Múlaþing fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta skipti
Getum við bætt efni þessarar síðu?