Laugardaginn 28. september 2024, klukkan 13:00 boðar heimastjórn Borgarfjarðar til kynningarfundar um friðlýsingarmöguleika í landi Stakkahlíðar í Loðmundarfirði, áhrif þeirra og möguleika.
Fundurinn verður haldinn á Álfakaffi á Borgarfirði eystra.
Erindi:
Friðlýsingar og áhrif þeirra
Davíð Örvar Hansson frá Umhverfisstofnun
Möguleikar við endurheimt votlendis
Ágústa Helgadóttir frá Landi og skógum
Umræður að loknum erindum.
Áhugasöm eru hvött til að mæta og kynna sér málið.