Fara í efni

Hunda- og kattaeigendur - Takið dagana frá!

23.09.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Eigendur óskráðra hunda og katta eru hvattir til að skrá dýr sín hjá sveitarfélaginu. Allir kettir í þéttbýli og hundar eiga að vera skráðir hjá sveitarfélaginu og varðar vanræksla sektum. Örmerkjaskráning jafngildir ekki skráningu hjá sveitarfélaginu heldur er sótt um í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Þá er handsömunargjald dýra sem ekki eru skráð hjá sveitarfélaginu umtalsvert hærra en skráðra dýra samkvæmt gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Múlaþingi sem má nálgast hér.

Þjónustan er gjaldfrjáls þeim sem hafa skráð dýr sín hjá sveitarfélaginu og greiða af þeim leyfisgjöld. Eigendur hunda og katta geta sótt um 50% afslátt af leyfisgjöldum sveitarfélagsins sýni þeir fram á að hundar hafi sótt hlýðninámskeið og kettir hafi farið í ófrjósemisaðgerð. Sótt er um í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Henti tímasetningar ekki þarf að panta tíma hjá dýralækni, helst í nóvember og senda staðfestingu á ormahreinsun á umhverfisfulltrui@mulathing.is.

Árleg ormahreinsun hunda og katta í Múlaþingi verður sem hér segir:

Egilsstaðir

Hundar: 6. nóvember klukkan 16:30 – 18:30

Kettir: 7. nóvember klukkan 16:30 – 18:30

Hvar: Í Samfélagssmiðjunni (Blómabæjarhúsinu) Miðvangi 31

Djúpivogur

Hundar: 12. nóvember klukkan 16:00 – 17:00

Kettir: 12. nóvember klukkan 17:00 – 18:00

Hvar: Í þjónustumiðstöðinni, Víkurlandi 6

Seyðisfjörður

Hundar: 13. nóvember klukkan 16:00 – 17:00

Kettir: 13. nóvember klukkan 17:00 – 18:00

Hvar: Í þjónustumiðstöðinni, Ránargata 2

Borgarfjörður eystri

Hundar og kettir: 14. nóvember 16:00 – 17:00

Hvar: Með óbreyttu sniði.

 

 

Hunda- og kattaeigendur - Takið dagana frá!
Getum við bætt efni þessarar síðu?