Fara í efni

Hlynur ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu

06.01.2026 Fréttir

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf sviðsstjóra stjórnsýslu hjá sveitarfélaginu Múlaþingi. Hlynur Jónsson lögmaður var ráðinn í starfið og mun hann hefja störf þann 1. mars næstkomandi.

Hlynur er með BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og öðlaðist lögmannsréttindi árið 2016. Hlynur hefur rekið eigin lögmannsstofu á Egilsstöðum, Austurlög ehf., frá árinu 2024 og hefur mikla reynslu af rekstri dómsmála og af starfsemi stjórnsýslunnar. Áður starfaði hann sem lögmaður hjá JSG lögmönnum ehf. frá árinu 2016-2024. Hann hefur einnig verið formaður yfirkjörstjórnar í Múlaþingi frá árinu 2022 og kynnst í þeim störfum stjórnsýslu sveitarfélagsins.

„Ég er þakklátur fyrir traustið og hlakka mikið til að takast á við þetta krefjandi og spennandi starf. Ég vil vera virkur þátttakandi í uppbyggingu samfélagsins hér og þetta er frábært tækifæri til þess. Ég mun leggja metnað minn í að tryggja faglega og trausta stjórnsýslu í þágu íbúa, í góðu samstarfi við kjörna fulltrúa og frábært starfsfólk sveitarfélagsins.“ Sagði Hlynur við ráðninguna.

Hlynur mætir vel þeim kröfum sem gerðar voru í auglýsingu um menntun, reynslu og þekkingu.

Sveitarfélagið býður hann velkominn til starfa.

Hlynur ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu
Getum við bætt efni þessarar síðu?