Fara í efni

Haustroði 2024

03.10.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Haustroði, hin árlega markaðs- og uppskeruhátíð Seyðfirðinga verður haldin hátíðleg um helgina.
Gleðin hefst með spilakvöldi á Skaftfelli Bistro fimmtudaginn 3. október klukkan 20:00. Formleg opnun verður föstudaginn 4. október klukkan 17:00 og strax á slaginu hefjast fimm viðburðir sem áhugasamir geta kynnt sér og notið. Þar á meðal verður sérstök örsýning Tækniminjasafnsins um Jósef á hjólinu, sýning Magnúsar Snæþórs Stefánssonar opnar í Herðubreið og þar hefst líka opinn markaður á sama tíma. 

Á laugardaginn verður hin sígilda matar- og markaðsstemning í félagsheimilinu Herðubreið. Þar mun kenna ýmissa grasa en í boði verður kompudót og fatnaður frá smekklegum íbúum og matur og handverk frá hæfileikafólki. Uppskeruhátíð verður haldin í Herðubíó klukkan 15:30 þar sem verða tónleikar, smáréttir, videoverk og drykkir fyrir alla Seyðfirðinga og gesti.

Botninn verður sleginn á sunnudeginum með Haustroðamessu í Seyðisfjarðarkirkju og Krakkabíó í Herðubíó.

Ennþá er hægt að bóka borð á markaðinn en skráning fer í gegnum info@herdubreidsfk.is.

Nánari dagskrá og frekari upplýsingar má sjá hér.

Haustroði 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?