Við sýnatöku á neysluvatni á Hallormsstað í vikunni mældist vatnið mengað af kólígerlum. Þetta gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa svo sem til baða, þvotta og matargerðar svo sem til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð.
Hér má finna leiðbeiningar um suðu á neysluvatni.
Ljóst er að um bilun í gegnumlýsingarbúnaði er að ræða. Starfsmenn HEF munu vinna að viðgerð eins fljótt og auðið er.