Fyrir liggur að sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, mun láta af störfum í lok þessa árs.
Hann hefur gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann muni ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020.
Starf sveitarstjóra Múlaþings verður auglýst á næstu dögum.