Þrálát bilun hefur verið í götulýsingu á Árstíg, Garðarsvegi og víðar á Seyðisfirði undanfarið. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar og verktakar hafa lagfært nokkra staura og tekist í tvígang að koma lýsingu í gang. Þessar lagfæringar virðist samt ekki duga og hefur slokknað aftur á staurunum þegar næst hefur rignt.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hefur hlotist en áfram verður unnið að því næstu daga að reyna að finna upptök bilunarinnar og lagfæra hana.