Fara í efni

100 daga hátíð í Egilsstaðaskóla

27.02.2025 Fréttir Egilsstaðir

Það að hefja skólagöngu er yfirleitt stór áfangi í lífi barna sem eru að byrja í 1. bekk. 

Mikil eftirvænting og spenna er í loftinu í kringum þann tíma og sum börn finna jafnvel fyrir örlitlum kvíða fyrir hinu óþekkta. Til þess að stuðla að því að börinn viti aðeins út í hvað þau eru að fara og til þess að gera skrefin á milli skólastiga sem ánægjulegust hafa skólarnir boðið þeim í heimsóknir á meðan síðasta ári leikskólans stendur. 

Í Egilsstaðaskóla hefur skapast sú hefð að fagna þeim áfanga að hafa verið í grunnskóla í 100 daga með svokallaðri ,,100 daga hátíð". Fyrstu bekkingar koma þá saman með kórónur og skrifa á hjörtu það sem þeim finnst gott eða gaman í skólastarfinu. Þegar skólastjórinn hefur ávarpað hópinn fá börnin íspinna og horfa saman á mynd. 

Þessi fallegi siður hefur tíðkast í skólanum um árabil og er til þess fallinn að fagna þessum fyrstu 100 dögum og hvetja börnin til þess að hugsa til þess jákvæða sem þau hafa upplifað á þessum tíma innan skólans. 

100 daga hátíð í Egilsstaðaskóla
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd