Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi, Bakkavegur 5, 720,

Málsnúmer 202403156

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 116. fundur - 06.05.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingu íbúðarhúss á lóðinni Bakkavegur 5 (L219800) á Borgarfirði.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til heimildar um frávik frá skipulagsskilmálum deiliskipulags.
Gildandi deiliskipulag íbúðabyggðar við Bakkaveg er frá árinu 2021 en þar er gert ráð fyrir að á óbyggðum lóðum sé nýtingarhlutfall á bilinu 0,2-0,4 auk þess að í þeim tilvikum sem um risþak sé að ræða verði þakhalli að lágmarki 30°.
Samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum verður nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,11 og þakhalli fyrirhugaðrar byggingar 15°.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt byggir ákvörðun ráðsins á því að sambærilegt nýtingarhlutfall og þakhalli er á aðliggjandi fasteignum og lóðum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?