Fara í efni

Götulýsingar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309177

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 39. fundur - 11.10.2023

Fyrir fundinum lá innsent erindi frá Snorra Emilssyni dags. 25.09.2023 varðandi ófullnægjandi götulýsingar á Seyðisfirði.

Heimastjórn þakkar Snorra fyrir erindið og tekur undir að lýsingu sé ábótavant víða í bænum. Allar ábendingar þar sem úrbóta er þörf eru vel þegnar hjá umhverfis- og framkvæmdasviði. Best er að snúa sér til þjónustumiðstöðvarinnar á Seyðisfirði með slíkar ábendingar. Því miður gerir fjárhagsáætlun ekki ráð fyrir því að farið verði í að uppfæra götulýsingar heildrænt en miðað er við að skipta út kúplum jafnt og þétt og eftir þörfum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 15:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?