Fara í efni

Samtal við sveitarstjóra

Málsnúmer 202304180

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, kom inn á fundinn og sat fyrir svörum. Til umræðu voru Fjarðarheiðargöng og fundur sveitarstjórnar og heimastjórnar með innviðarráðherra þann 3. maí sl. Þar kom fram að ráðherra mun leggja fram nýja samgönguáætlun á næstunni. Heimastjórn er þess fullviss að Fjarðarheiðargöng verði þar áfram næstu göng á Íslandi.

Einnig var til umræðu færsla húsa á Seyðisfirði, ofanflóðavarnir, staða mála varðandi uppbyggingu knattspyrnusvæðis, málefni Seyðisfjarðarhafnar, koma skemmtiferðaskipa, starfshópur um Seyðisfjarðarskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir við Gamla ríkið í sumar. Auk þess farið yfir húsbyggingar á fótboltavellinum þar sem áætlað er að reisa húsið við Lækjargötu í lok maí.

Heimastjórn fagnar ákvörðun byggðarráðs um framtíð Garðs, Hafnargötu 42. Til stendur að auglýsa eftir aðilum sem eru tilbúnir til að eignast húseignina með þeim skilyrðum með því að eignin verði færð inn í bæ.

Heimastjórn þakkar Birni fyrir komuna og greinargóða yfirferð.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 14:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?