Fara í efni

Innsent erindi, Nýting á heitu vatni við Djúpavog

Málsnúmer 202208120

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dagsett 23. ágúst 2022, frá óstofnuðu félagi um uppbyggingu á ylströnd við Búlandshöfn í Hamarsfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra og atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings að funda með forsvarsfólki fyrirhugaðs félags og HEF veitum um nýtingu á heitu vatni og möguleika á afnotum af landi við Búlandshöfn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson

Heimastjórn Djúpavogs - 50. fundur - 06.06.2024

Heimastjórn telur mikilvægt að sú vinna sem hófst með umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021 verði framhaldið og styrkurinn nýttur til að skipuleggja útivistarsvæði í nágrenni Búlandshafnar, þó svo að ekki liggi fyrir niðurstaða í heitavatnsleit.

Heimastjórn felur starfsmanni að kalla inn á næsta fund áhugahóp um uppbyggingu á svæðinu til að ræða framtíðarmöguleika svæðisins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?