Fara í efni

Uppbygging Brákar hses á íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202206050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur erindi frá formanni stjórnar Brákar hses þar sem fram kemur að Brák hses og Bæjartún íbúðarfélag hafa náð samkomulagi um yfirtöku Brákar á verkefnum Bæjartúns á Seyðisfirði og í Fellabæ m.a. Óskað er eftir samþykki Múlaþings á yfirfærslu umræddra verkefna. Einnig liggur fyrir samþykki sveitarstjóra á yfirfærslunni, dags. 3.júní 2022, með fyrirvara um samþykki byggðaráðs Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fyrirhuguð framkvæmdaverkefni í Selbrún í Fellabæ og bygging íbúðakjarna á Seyðisfirði, sem Bæjartún hses hefur aðkomu að, færist yfir til Brákar hses.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 115. fundur - 29.04.2024

Framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags, Elmar Erlendsson, fer yfir stöðu verkefna hjá félaginu í Múlaþingi.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?