Fara í efni

Yfirlit frétta

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming húsa - hættustig
16.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming húsa - hættustig

Samkvæmt veðurspá dagsins verður úrkomulítið á Seyðisfirði í dag en bætir svo í með kvöldinu og talsverðri rigningu spáð á morgun. Þeir íbúar sem hug hafa á að sækja nauðsynjar í hús sín á rýmingarsvæði, kanna ástand og eftir atvikum gera ráðstafanir, eru hvattir til að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar verða frekari upplýsingar veittar og aðstoð við að fara inn á rýmingarsvæðið.
Mynd Davíð Kristinsson.
16.12.20 Fréttir

Fréttatilkynning vegna aurflóða á Seyðisfirði

Heldur dró úr úrkomu og vatnsaga á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Síðasta aurskriðan sem vitað er um féll um klukkan tíu í gærkvöldi en eftir það virðist ástand hafa náð meira jafnvægi. Engar skriður hafa fallið í morgun eftir því sem best er vitað. Beðið er birtingar til að kanna betur aðstæður. Íbúar sem rýmt hafa hús sín og þurfa nauðsynjar eru hvattir til að leita í Sæból, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar bíður aðstoð við að fara inn á svæðið auk nýjustu upplýsinga.
Tilkynning til Seyðfirðinga
15.12.20 Fréttir

Tilkynning til Seyðfirðinga

Upp úr klukkan átta í fyrramálið getur fólk komið í björgunarsveitarhúsið og fengið fylgd með björgunarsveit eða lögreglu heim til sín til að gera nauðsynlegar ráðstafanir og ná í nauðsynjar. Ekki er leyfi til að dvelja í húsunum. Almannaavarnir og veðurstofa munu taka stöðufund í fyrramálið og ákvörðun í framhaldi af honum. Von er á tilkynningu frá veðurstofu og Almannavörnum um klukkan 10:00 í fyrramálið. 
Múlaþing hvetur íbúa til að vera sýnileg í myrkrinu
15.12.20 Fréttir

Múlaþing hvetur íbúa til að vera sýnileg í myrkrinu

Getur skilið milli lífs og dauða. Endurskinsmerki virkar eins og blikkljós þegar lýst er á það. Þeim mun fyrr og betur sem ökumenn sjá gangandi og hjólandi vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en annars og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.
Uppbygging íbúða á Seyðisfirði - óskað eftir byggingaraðilum
14.12.20 Fréttir

Uppbygging íbúða á Seyðisfirði - óskað eftir byggingaraðilum

Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Seyðisfirði og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti. Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með að senda tölvupóst á soffia@ briet.is og skal gögnum skilað fyrir mánudaginn 21. desember 2020. Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæði lausna.
Mynd úr myndasafni Sfk.
12.12.20 Fréttir

Listagjöf um allt land

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp á aðra útgáfu af hinu vel heppnaða verkefni Listagjöf - að þessu sinni um land allt! Frá og með hádegi næstkomandi mánudag, 14. desember, mun almenningur getað pantað Listagjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu vefsvæði listagjof.listahatid.is. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann. Listagjafirnar verða sem fyrr segir nú í boði um land allt. Allt að 750 gjafir verða í boði og verða þær afhentar helgina 19. - 20. desember.
Byggðarmerki fyrir Múlaþing ákveðið
11.12.20 Fréttir

Byggðarmerki fyrir Múlaþing ákveðið

„Merkið er nútímalegt og klassískt í senn. Það er sett fram í fjórskiptum skildi með sterkum, einföldum, táknrænum línum. Einn fjórðungur merkisins eru útlínur Múlakolls sem er fremsti hluti Þingmúla sem var einn helsti samkomu- og þingstaður Austfirðinga til forna og eru Múlasýslurnar nefndar eftir honum. Þar liggja og rætur nafns hins nýja sveitarfélags. Annar fjórðungur táknmálsins er eins konar framtíðartákn hins óborna, endurnýjunar og hringrásar. Horft er til dagsbrúnar frá Héraðsflóa og Borgarfirði eystri í áttina þaðan sem sólin rís. Þriðji fjórðungurinn er horn hreindýrsins sem tákna mikilfengleika og tign, greind og útsjónarsemi. Það undirstrikar sérstöðu svæðisins. Það fjórða eru svo tindarnir, útverðirnir, hinir tignarlegu fjallgarðar Austurlands, útlínur Búlandstinds, gætu allt eins verið með góðum vilja hinn heilagi Strandatindur. Þrátt fyrir skiptar skoðanir sem vörðuðu meira tilfinningar og smekk var nefndin ásátt um að hið útvalda merki gætum við öll staðið á bak við, og að það þjónaði tilgangi sínum á sterkan hátt. Það sýnir sameiningu og styrk.“
Ljósmynd: Jessica Auer
11.12.20 Fréttir

Menningarstyrkir Múlaþings

Byggðaráð Múlaþings auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 5. janúar 2021. Umsækjendur verða að tengjast Múlaþingi með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Múlaþings.
Samþykkt fjárhagsáætlun 2021-2024
11.12.20 Fréttir

Samþykkt fjárhagsáætlun 2021-2024

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2021-2024 var samþykkt af sveitarstjórn í seinni umræðu þann 9. desember síðastliðinn.
Fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu
08.12.20 Fréttir

Fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu

Fjórði fundur sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi, 9. desember 2020 og hefst klukkan 14:00. Hægt er að fylgjast með fundinum á Youtube rás sveitarfélagsins hér.
Getum við bætt efni þessarar síðu?