Byggðaráð Múlaþings auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 5. janúar 2021.
Umsækjendur verða að tengjast Múlaþingi með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Múlaþings.
Hér er vakin athygli á því að umsækjendur um verkefnastyrki í fyrrum Seyðisfjarðarkaupstað þurfa ekki að sækja um að nýju og renna þær umsóknir sjálfkrafa inn í umsóknarferlið nú.
Stefnt er að því að afgreiðsla styrkumsókna muni liggja fyrir seinnihluta janúar 2021.
Umsækjendur er hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sótt er um styrk með rafrænum hætti á Þjónustugátt sveitarfélagsins og fer innskráning þar fram með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Upplýsingar veitir Jónína Brá Árnadóttir verkefnisstjóri á sviði menningarmála, sími 4700758 netfang jonina.arnadottir@mulathing.is
Atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings.