21.09.20
Fréttir
Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028
Vegagerðin undirbýr jarðgangagerð undir Fjarðarheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur milli Seyðisfjarðar og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi, auka umferðaröryggi og bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi. Í tengslum við framkvæmdir vegna Fjarðarheiðarganga hefur Vegagerðin jafnframt skoðað að færa Hringveginn út fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum.