Fara í efni

Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028

21.09.2020 Fréttir

Vegagerðin undirbýr jarðgangagerð undir Fjarðarheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur milli Seyðisfjarðar og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi, auka umferðaröryggi og bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi. Í tengslum við framkvæmdir vegna Fjarðarheiðarganga hefur Vegagerðin jafnframt skoðað að færa Hringveginn út fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum.

Vegagerðin kynnti framkvæmdir vegna Fjarðarheiðarganga og áætlað umhverfismat þeirra í drögum að tillögu að matsáætlun í lok júní 2020.

Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að hefja undirbúning aðalskipulags-breytingar þar sem mörkuð verður stefna um staðsetningu ganganna, gangnamunna og vegtengingar. Jarðgöng frá Héraði yfir á Seyðisfjörð eru í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs en lega þeirra, áætlaður jarðgangamunni og veglínur vegtengingar Héraðsmegin er ekki í samræmi við núverandi áform Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs er jákvæð fyrir breyttri legu ganganna, að gangnamunninn verði við Dalhús í stað Miðhúsa og að Hringvegur 1 verði færður nær Eyvindará vegna umferðaröryggis og hyggst breyta aðalskipulagi til samræmis við það.

Útbúin hefur verið verkefnislýsing þar sem gerð er grein fyrir ofangreindri breytingu á aðalskipulaginu og umhverfismati hennar og er lýsingin aðgengileg á vef sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér efni hennar og koma á framfæri ábendingum. Óskað er eftir því að ábendingar komi fram fyrir 10. ágúst 2020. Ábendingar má senda til skipulagsfulltrúa í tölvupósti á netfangið dandy@egilsstadir.is eða í bréfi til bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.

Kynning lýsingarinnar og tillögu að breyttu skipulagi, þ.m.t. þessi auglýsing, er skv. 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?