Fara í efni

Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Málsnúmer 202303246

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 34. fundur - 05.04.2023

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá atvinnuveganefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir athugasemd varðandi innihald kaflans um stuðning við landbúnað (liðir 10.1. - 10.4). Þar saknar heimastjórn áherslna á að fyrirkomulag stuðnings taki mið af því að halda öllu landinu í byggð.

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma ofangreindu á framfæri við nefndarsvið Alþingis.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 05.04.2023

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040.

Samkvæmt drögunum er meginmarkmið landbúnaðarstefnunnar að efla og styðja við íslenskan landbúnað þannig að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sett er fram framtíðarsýn í 15 liðum og meginviðfangsefni flokkuð í 10 liðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur jákvætt og fagnar því að til standi að setja landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Heimastjórnin tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig telur heimastjórn Fljótsdalshéraðs mikilvægt að aðgerðaáætlun styðji við stefnuna þannig að rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi geri starfsaðstæður og starfskjör þeirra sem starfa í landbúnaði sambærileg og samkeppnishæf við það sem almennt gerist á vinnumarkaði á Íslandi.
Þá leggur heimastjórn áherslu á að brýnt sé að aðgerðaáætlun styðji við að sem fyrst komi til framkvæmda leiðir til að styðja við kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Liður í því gæti verið að koma á búsetuskyldu á lögbýlum vegna uppkaupa og jarðasöfnunar aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Heimastjórnin á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við stefnuna en leggur áherslu á að í kjölfar samþykktar hennar verði tímasett og fjármögnuð aðgerðaáætlun unnin án tafar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Getum við bætt efni þessarar síðu?