Fara í efni

Húsnæðismál Fellaskóla

Málsnúmer 202010623

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Fyrir liggur minnisblað frá starfshópi sem skipaður var með erindisbréfi á fundi fjölskylduráðs 5. mars 2024.

Starfshópurinn leggur til að heimilisfræðistofan í Fellaskóla verði endurnýjuð og stækkuð og framreiðslueldhús verði fært til. Loftræsting í tónmenntastofu verði bætt og allt list- og verknám verði fært undir sama þak í Fellaskóla. Jafnframt óskar starfshópurinn eftir að fjölskylduráð flýti eða í það minnsta standi vörð um framkvæmdir við Fellaskóla í forgangsröðun á 10 ára fjárfestingaáætlun.

Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og samþykkir fyrir sitt leyti tillögu starfshópsins. Fjölskylduráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 117. fundur - 13.05.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 103. fundi fjölskylduráðs þar sem minnisblaði frá starfshópi um húsnæðismál Fellaskóla er vísað til ráðsins til úrvinnslu. Starfshópurinn leggur til að sviðsmynd 4 í minnisblaði verði valin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu starfshópsins sem felur í sér að endurnýja og stækka heimilisfræðistofu í Fellaskóla, færa framreiðslueldhús innar í byggingu og bæta loftræstingu í tónmenntastofu. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma henni í framkvæmd og verður tekið af liðunum "Fellaskóli verkgreinastofur" og "Annað óskilgreint".

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?