Hér munu birtast þau framboð sem óskað hefur verið eftir að séu birt.
Senda inn upplýsingar um framboð
Jón Halldór Guðmundsson.
Múlavegi 59, Seyðisfirði.
Ég hef áhuga á að taka þátt í heimstjórn Seyðisfjarðar.
Mér finnst spennandi að leggja þessari tilraun lið og lít á hana sem hluta af íbúa lýðræði, nýta staðarþekkingu og taka tillit til viðhorfa íbúa í málum er varða næsta umhverfi okkar. Mikilvægt er að þeir sem eru í heimastjórn séu í góðu talsambandi við íbúana og séu óhræddir að tala máli þeirra. Það er þeirra megin hlutverk.
Ég hef undanfarin ár verið í hlutastarfi og tel mig hafa ágætis aðstæður til að sinna þessu verkefni.
Ég hef nokkra reynslu af setu í nefndum sveitarfélagsins, og var í bæjarstjórn, fræðslumálaráði, umhverfimálaráði og hafnarnefnd.
Snorri Emilsson
Múlavegi 19, Seyðisfirði
Ég gef kost á mér í heimastjórn Seyðisfjarðar vegna þess að ég taldi eina megin forsendu sameiningar í Múlaþing að íbúar hefðu áfram með málefni nærsamfélagsins að gera og vil vinna áfram að því verki sem hafið er í þeim efnum.
Ég vil að íbúalýðræði sé virkt og mun ekki spara rödd mína svo rödd Seyðisfjarðar fái að heyrast.
Cecil Haraldsson
Múlavegur 7, Seyðisfjörður
Ekkert laxeldi í Seyðisfirði.
Í þeirri baráttu er margt með okkur. Allur fjörðurinn er hafnarsvæði. Því má beita ýmsum rökum. Það sem mælir gegn eldinu eru hafnalög, hafnarreglugerð, hlunnindaréttur sjávarjarða, verndarsvæði sæstrengs (, sem ætlunin er að minnka með aukinni bilanahættu, gegn því þarf að spyrna), skipaumferð.
Rafvæðing.
Knúið verði á um öflugri flutingsgetu rafmagns til Seyðisfjarðar, svo skip, sem þar eru geti tengst rafmagni úr landi. Jafnframt verði flutningsleiðum breytt þannig, að við rafmagnsleysi sé hægt að veita rafmagni frá þeim orkuverum, sem eru innan fjarðar, inn á bæjarkerfið. Komið verði upp hraðhleðslustöð fyrir rafknúin farartæki.
Kolenisjöfnun
Til kolefnisjöfnunar verði fengið land til gróðursetningar trjáa. Tilgangurinn er, að til verði útivistarsvæði með stígum. Gróðursetningin verði auglýst við komuleiðir til bæjarins. Bæjarbúum og og ferðamönnum boðið að taka þátt, bæði þeð því að kaupa tré og möguleika til að gróðursetja sjálfir. Einnig verði sáð í allt rask vega ofanflóðavarna.
Aðgengi
Aðgangur að öllum starfsstöðum bæjarins og þjónustustöðvum annarra verði öllum fær, óháð hreyfigetu. Ekki verði veitt rekstrarleyfi, nema þessu skilyrði sé fullnægt.
Skólamál
Stefnt verði að því, að öll skólaganga frá eins árs aldri til útskriftar úr grunnskóla sé gjaldfrjáls, þar með talin næring. Frístundastyrkir verði regla.
Íbúasamráð
Teknar verði upp almennar ( að hluta til rafrænar) skoðanakannanir um ágreiningsefni til ráðgjafar fyrir heimastjórn. Þátttaka allra, sem vilja, verði tryggð. Þannig komist á virkt samráð við íbúa.
Bláfáni
Stefnt verði að því að höfnin öðlist rétt til bláfána og samfélagið verði heilsueflandi samfélag áfram.